Meðalristaðar baunir
- Verð
- 1.750 ISK
- Verð
-
2.350 ISK - Verð
- 1.750 ISK
- Verð
Meðalristuðu baunirnar eru okkar allra vinsælustu kaffibaunir. Við notum þær í kaffidrykkina okkar þar sem þessi ristun hentar vel í V60. Við mælum með að brugga við um 96°C og mala meðalfínt. Það ætti að taka hálfan líter um 3 mínútur að renna í gegnun trektina.
Auðvitað er hverjum og einum frjálst að hella upp á kaffið sitt á sinn hátt, svo lengi sem hann nýtur bollans! Enginn þekkir þína bragðpellettu betur en þú sjálfur!
Bragðtónar kaffisins sem ættu að skína í gegn eru meðal annars: ríkar ávaxtanótur, karamella og silkimjúk krydduð ending. Bollinn hefur meðallétta fyllingu (e. medium-bodied) og hefur einnig miðlung sýrustig.
Svæði - Vestur Úganda
Vinnsla - DRUGAR vinnsla (Natural Dry Uganda Arabica)
Hæð - 2.200 metrum yfir sjávarmáli
Afbrigði - SL 14 og SL 28