1 af 1

Kaffipressan

Meðal-dökkristaðar baunir

Verð
1.750 ISK
Verð
2.350 ISK
Verð
1.750 ISK
Size

Meðal-dökkristuðu baunirnar okkar er góður millivegur milli meðal- og dökkristuðu baunanna. Þær hafa ljúfa eiginleika frá meðalristuðu baununum en einnig sterka, dökka eiginleika dökkristuðu baunanna. Við mælum með að mala aðeins grófara en vanalega og einnig að lækka hitastig úr 96°C í 95°C. Það ætti að gefa tært og gott bragð.

Auðvitað er hverjum og einum frjálst að hella upp á kaffið sitt á sinn hátt, svo lengi sem hann nýtur bollans! Enginn þekkir þína bragðpallettu betur en þú sjálfur!

Bragðtónar kaffisins sem ættu að skína í gegn eru meðal annars: tóbak, cedar, hnetur og einnig þurrkaðir ávexti. Bollinn hefur lágt sýrustig og meðal fyllingu (e. medium/full-bodied).

Svæði - Vestur Úganda

Vinnsla - DRUGAR vinnsla (Natural Dry Uganda Arabica)

Hæð - 2.200 metrum yfir sjávarmáli

Afbrigði - SL 14 og SL 28