Um okkur
Sagan okkar
Kaffipressan var stofnuð í janúar 2020 og hóf formlega starfsemi sína í færanlegum kaffivagni í byrjun júlí sama ár. Fyrsta sumarið var vagninn staðsettur á verönd Knattspyrnufélags Akureyrar, þar sem leitin að bestu uppáhellingunni hófst.
Árið 2021 var stefnan sett á kaffibaunamarkaðinn. Kaffipressan hóf viðræður við African Coffee Co., lúxus kaffibrennslu í London sem sér um baunirnar okkar í dag. Einnig fór vefsíðan okkar í loftið þar sem kúnnum okkar gefst kostur á að panta sér kaffibaunirnar okkar í gegnum netið.
Þjónustustefnan okkar
Við hjá Kaffipressunni leggjum mikið upp úr því að þjónustan sé góð, kúnnunum okkar líði vel og að væntingar þeirra sé uppfyllar. Kurteisi og sanngirni eru þau viðmið sem við vinnum eftir. Með því að halda gæðum í hámarki og verði í lágmarki, vonumst við að væntingum þeirra séu náð.
Vert er að minnast á að kúnnar geta sent inn athugasemdir eða spurningar í flipanum; Hafa samband. Einnig má heyra í okkur í gegnum helstu samfélagsmiðla, svo sem Facebook, YouTube, Instagram og LinkedIn.
Gæðastefna okkar
Með samstarfi African Coffe Co., hækkuðum við gæðastaðal okkar mikið. Líkt og áður fyrr, hugum við að bestu aðferðum til að fá sem mest úr okkar baunum. Við höfum prófað okkur áfram í þeim málum í nokkurn tíma. Við teljum okkur nota bestu kvarnirnar, trektirnar og katlana til að lokavaran sé sem best og hagkvæmust. Við notum áhöld líkt og Fellow STAGG, Flair Espresso PRO, Hario V60 Grinder og keramík Hario V60 trektir.