Skilmálar
Þessi vefsíða er rekin og í eigu Kaffipressunnar ehf., kennitala 570821-0400. Hér eftir verður talað um Kaffipressuna sem; "Kaffipressan", "við" og "okkar".
Kaffipressan áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála án tilkynninga. Þá eiga skilmálar sem eru í gildi þegar pöntun er gerð við um þá pöntun, með þeim breytingum og viðbótum sem kunna að hafa verið gerðir á skilmálunum.
Kaupandi hefur 7 daga til að skila vöru, svo lengi sem að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með. Full endurgreiðsla fæst ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Ef skilyrðum er ekki náð höfnum við endurgreiðslu.
Við heitum kaupanda fullum trúnaði um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í viðskiptum við okkur. Þá verða upplýsingar ekki afhentar né seldar til þriðja aðila. Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning Kaffipressunnar, í gegnum greiðslugátt SaltPay (Borgun) og Netgíró.
Sendingar fara í gegnum Íslandspóst og berum við því ekki ábyrgð á glötuðum sendingum. Ef slíkt kemur upp þarf að hafa samband við Íslandspóst. Við munum auðvitað reyna að hjálpa til eins og mögulegt er.
Ef viðskiptavinur telur að hann hafi keypt gallaða vöru, skal hann hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst. Netfang Kaffipressunnar er: kaffipressan@gmail.com. Ef vara telst varan telst vera gölluð, munum við útvega viðskiptavini nýja vöru.
Hægt er að panta vörur okkar í gegnum aðrar leiðir, svo sem samfélagsmiðla á borð við Instagram og Facebook. Greitt er með millifærslu á reikning Kaffipressunnar; reikningur: 0565-26-570821, kennitala: 570821-0400. Allir skilmálar hér að ofan gilda einnig um slíkar pantanir.